Okkar þjónusta
Við bjóðum skjólstæðingum okkar upp á einstaklingsmiðaða og fjölbreytta þjónustu

Kírópraktík
Spennulosandi hnykkmeðferð er verkjastillandi, eykur hreyfigetu og bætir líkamsstöðu.

Sjúkraþjálfun
Vöðvanudd, liðlosun og tækjameðferð til að auka hreyfigetu og minnka verki.

Sálfræði
Sálfræðiviðtöl, verkjaúrvinnsla og streitumeðferðir á staðnum eða fjarviðtölum.

Hreyfigreining
Þrívíddarskanni greinir hreyfimynstur og hjálpar okkur að sérsníða besta æfingaplanið fyrir þig.

Myndgreining
Stafrænt röntgentæki er á svæðinu fyrir þau tilfelli sem röntgen myndgreining er talin æskileg.

Fjarheilsa
Fræðsla og ráðgjöf, sérsniðin æfingaáætlun ásamt heimavinnu og reglulegum árangursmælingum.

Kírópraktík
Spennulosandi hnykkmeðferð er verkjastillandi, eykur hreyfigetu og bætir líkamsstöðu.

Sjúkraþjálfun
Vöðvanudd, liðlosun og tækjameðferð til að auka hreyfigetu og minnka verki.

Sálfræði
Sálfræðiviðtöl, verkjaúrvinnsla og streitumeðferðir á staðnum eða fjarviðtölum.

Hreyfigreining
Þrívíddarskanni greinir hreyfimynstur og hjálpar okkur að sérsníða besta æfingaplanið fyrir þig.

Myndgreining
Stafrænt röntgentæki er á svæðinu fyrir þau tilfelli sem röntgen myndgreining er talin æskileg.

Fjarheilsa
Fræðsla og ráðgjöf, sérsniðin æfingaáætlun ásamt heimavinnu og reglulegum árangursmælingum.
Hvað sker okkur úr?
Líkamleg nálgun
Við brúum bilið á milli sjúkraþjálfunar, kírópraktíkur og þjálfunar. Með því getum við boðið upp á betra umhverfi fyrir skjólstæðinga okkar til að byggja upp líkamlegt þrek og ná bata við stoðkerfiskvillum, verkjum eða öðrum skerðingum.
Andleg nálgun
Þrek sameinar líkamlega og andlega þætti í greiningu og meðferð einstaklingsins þegar það á við. Unnið er að andlegri heilsu, auknu sjálfstrausti og verkjastillingu ásamt margvíslegum aðferðum til að vinna gegn streitueinkennum.
Þverfagleg nálgun
Þrek býður fólki að sækja þjónustu sjúkraþjálfara, kírópraktora og sálfræðinga á sama stað, þetta eru stoðirnar á bakvið þá teymisvinnu sem skjólstæðingar okkar njóta góðs af. Við einblýnum á að leysa vandamál fólks og byggja upp bæði andlegt og líkamlegt þrek gagnvart bráðum og langvarandi kvillum.
Meiri þjónusta
Við leggjum upp úr því að gefa okkur tíma með skjólstæðingum okkar og veita persónulega þjónustu. Meðferðir okkar eru einstaklingsmiðaðar og heildrænar. Myndgreining og hreyfiskanni veita aukna dýpt í nákvæmni greininga og hjálpa okkur að setja saman besta meðferðar- og æfingaplanið fyrir þig. Við virkjum skjólstæðinga okkar með gagnvirkri handleiðslu í heilsurækt þar sem fjarheilsa er einnig möguleg.
Hvað stendur Þrek fyrir
Nútímarannsóknir sýna að bætt heilsa felist ekki aðeins í líkamlegri heilsu, heldur einnig andlegri og félagslegri.
Þess vegna sameinum við sérfræðinga á ólíkum sviðum heilbrigðisgeirans til veita einstaklingsmiðaða meðferð sem hámarkar heildræna heilsu og lífsgæði skjólstæðinga okkar.
Við heitum því að veita skjólstæðingum okkar nákvæma greiningu við sínum vanda, viðeigandi meðferð og skilvirka þjónustu til að ná settum markmiðum, bæta þrek og auka lífsgæði.