Óliver Óskarsson kirópraktor og sálfræðingur

Óliver

Kírópraktor, BSc í sálfræði

Óliver er menntaður kírópraktor og hefur unnið hérlendis sem slíkur frá 2019. Óliver lærði kírópraktík í AECC, Englandi og lauk einnig Bsc í sálfræði við Háskólann á Akureyri 2024.

Í námi sínu lagði Óliver upp með að tileinka sér mikla hæfni í hnykkingum með auka námskæðum samhliða námi og leiðbeindi samnemendum sínum á útskriftarári sínu.

Þá lærði Óliver meðhöndlun ungabarna frá forsprökkum þeirra fræða og sá um kírópraktorstöð barna hérlendis á árunum 2021-2023.

Óliver leggur áherslu á góða greiningu, heildrænar lausnir og brennur fyrir því að skjólstæðingar sýnir nái árangri, hann notast við Gonstead tækni hnykkinga en notast þó við meiri aðferðarfræði í nálgun sinni.

Óliver hefur sérstakan áhuga á verkjavísindum, samspili andlegra og líkamlegra þátta í heilsufari og langvarandi verkjum.

Guðmundur

Kírópraktor

Guðmundur útskrifaðist sem kíropraktor eftir fimm ára nám við AECC, Englandi árið 2017.

Samhliða náminu var hann formaður Gonsted klúbbsins við skólann og kenndi samnemendum sínum þá aðferðafræði og tækni hnykkinga. Meðan klíníska námi stóð þáði hann boð um starfsnám hjá Formúlu 1 liði Redbull, þar sem hann starfaði við hreyfigreiningu og veitti liðsmönnum klíníska meðhöndlun. 

Auk þess kláraði Guðmundur grunnnám í íþróttatengdri læknisfræði í Bandaríkjunum árið 2011 og sótti ýmis námskeið í öðrum meðferðaúrræðum. Þessi breiði grunnur sem og langur íþróttaferill Guðmundar gerir honum kleift að greina skjólstæðinga sína útfrá fjölþátta nálgun og sérþörfum einstaklingsins og leiðbeina þeim í átt að betri heilsu.

Ellert

Sjúkraþjálfari

Ellert Ingi er menntaður sjúkraþjálfari. Hann lauk grunnnámi í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands árið 2021 og í framhaldi af því lauk hann framhaldsnámi í sjúkraþjálfun árið 2023 við sama skóla.

Lokaverkefni Ellerts í framhaldsnáminu bar heitið „Hentugar hreyfingar til að finna áhættuþætti fyrir meiðsli á fremra krossbandi í hné“.

Samhliða námi starfaði Ellert Ingi sem sjúkraþjálfari fyrir knattspyrnufélagið Hauka og eru hans helstu áhugasvið íþróttameiðsli, stoðkerfisverkir og almenn sjúkraþjálfun.

Hjálmtýr

Sálfræðingur

Hjálmtýr er menntaður klínískur sálfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Hann sinnir sálfræðimeðferð fullorðinna og býður upp á sálfræðiviðtöl hjá Þrek Heilsuklíník.

Hjálmtýr hefur góða reynslu á að vinna með verkjum þar sem hann vann í tvö ár á Reykjalundi á verkjasviði við miklar mætur frá kollegum sínum og skjólstæðingum.

Hjálmtýr hefur þar að auki mikla reynslu á að vinna með kvíða, þunglyndi, OCD, lágt sjálfsmat, sértæka fælni, sorg, áföll og íþróttafólki.

Sonja

Móttökustýra

Sonja starfaði í Sporthúsinu 2003-2017, þar sá hún um ýmis verkefni þar á meðal barnagæslu og móttökustörf. Þaðan færði hún sig yfir á Kírópraktorstöð Reykjavíkur þar sem hún starfaði sem móttöku og starfsmannastjóri 2017-2023.

Samhliða því starfi sast Sonja aftur á skólabekk og útskrifaðist sem félagsliði árið 2020, en áður útskrifaðist hún frá Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað árið 2005.

Ásamt framantöldum störfum vann Sonja í félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga með fötlun, á leikskóla og sem stuðningsforeldri til dagsins í dag.

Eins og raun ber vitni þá er Sonja dugnaðarforkur og með hjarta úr gulli. Áhugamál hennar eru að ferðast og njóta í faðmi fjölskyldu og vina í góðri útilegu.

Diljá

Nuddari

Diljá er menntaður heilsunuddari úr Nuddskóla Íslands þar sem hún útskrifaðist árið 2016. Hún byrjaði að vinna sem nuddari á meðan náminu stóð og hefur unnið sem slíkur, frá árinu 2016. 

Diljá hefur starfað sem nuddari í heilsulindum ásamt því að vera sjálfstætt starfandi.Hún sérhæfir sig í heildrænni nuddmeðferð sem er sniðin að hverjum einstaklingi fyrir sig. Diljá hefur ástríðu fyrir umönnun og leggur áherslu á vellíðan viðskiptavina.

Diljá er frábær viðauki við teymið okkar á Þrek heilsuklíník þar sem samstarf heilbrigðisstétta bæði líkamlegra og andlegra er í fyrirrúmi.