Sjúkraþjálfari

Hvað gerir hann fyrir þig?

Nudd og losunarmeðferðir

Sjúkraþjálfari notar vöðvanudd, teygjur, liðlosun, graston meðferð og tækjameðferðir á við höggbylgjur, blandstraum og kæli & þrýstings búnað til að minnka verki, auka hreyfigetu og bæta virkni

Greiningar og lagfæringar

Þar að auki fara sjúkraþjálfarar okkar gjarnan með skjólstæðinga sína í tækjasalinn til þess að hreyfigreina einstaklinga, sýna þeim æfingar og lagfæra hreyfimynstur til að bæta líkamsbeitingu og auka almenna getu einstaklingsins

Afhvreju leitar fólk til sjúkraþjálfara

Þeir sem leita til sjúkraþjálfara eru þeir sem eiga við líkamlega kvilla, meiðsli eða hafa lent í slysi. Á meðal einkenna eru gjarnan; bólgur, verkir, stífleiki, skert hreyfigeta og virkni. Meðferðarsvæði eru helst liðir, vöðvar, vöðvafestur, sinar og liðbönd útlima, hryggjarsúlu eða höfuðs. Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða þjónustu sjúkraþjálfara

Fyrsta skiptið hjá sjúkraþjálfara

Fyrsti tími hjá sjúkraþjálfara er um klukkustund og inniheldur ítarlegt viðtal, stoðkerfisskoðun, líkamsstöðumat, hreyfigreiningu, markmiðasetningu ásamt fyrstu meðhöndlun og heimavinnugjöf

Endurkoma

Hver endurkomu tími hjá sjúkraþjálfara er 30 mínútna langur og snýr að því að veita meðferð, mæla árangur og eltast við markmið hvers og eins

Sjúkraþjálfarar

Ellert ingi Hafsteinsson

Ellert Ingi er menntaður sjúkrapjálfari. Hann lauk grunnnámi í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands árið 2021 og í framhaldi af því lauk hann framhaldsnámi í sjúkraþjálfun árið 2023 við sama skóla.

Lokaverkefni Ellerts í framhaldsnáminu bar heitið „Hentugar hreyfingar til að finna áhættuþætti fyir meislum á fremra krossbandi í hné".

Samhliða námi starfaði Ellert Ingi sem sjúkraþjálfari fyir knattspyrnufélagið Hauka og eru hans helstu áhugasvið íþróttameiðsli, stoðkerfisverkir og almenn sjúkraþjálfun

Ummæli

"Ég hafði ekki getað sofið heila nótt árum saman vegna verkja í hálsi. Eftir meðferðina og holt og uppbyggjandi veganesti hef ég getað sofið eðlilega og komið mér af stað í hreyfingu. Takk fyrir mig."
- Sólrún Bjartmars
“Áður gat ég varla hreyft mig, átti erfitt með að fara fram úr rúminu, labba og bara alla daglega hreyfingu. Í dag er ég byrjuð að æfa Crossfit, get sinnt heimilinu, leikið við börnin mín og best af öllu, ég þarf ekki aðstoð við að fara fram úr rúminu. Ég mæli 150% með þessu flotta fólki sem vinnur hjá Þrek.”
- Rakel Ólafsdóttir
“I visited because I was suffering from bad migraines! Right after the first chiro session I felt a noticeable relief, after a couple of weeks my headaches had almost vanished completely. They also gave me some exercises which positively impacted my wellbeinng! Thank you very much Þrek!”
- Philip Schmidt