Sálfræðingur

Hvað gerir hann fyrir þig?

Meðferð

Sálfræðingur notar sálfræðiviðtöl, leiðir til verkjaúrvinnslu og streituminnkunar á staðnum eða í fjarviðtölum. Sálfræðingar okkar hafa reynslu af því að vinna með andlega kvilla auk þess að hafa starfað í verkjateymi

Afhvreju leitar fólk til sálfræðinga?

Þeir sem sækja sálfræðiþjónustu á Þrek eru þeir sem eiga við andlega kvilla, þunglyndi og kvíða, langvarandi verki, einkenni streitu og kulnunar, eða skortir sjálfstraust eða vilja. Þrátt fyrir að meðferð beinist að andlegum þáttum getur það verið til að eiga við líkamleg einkenni

Fyrsta skiptið hjá sálfræðing

Hvert sálfræðiviðtal er um klukkustund og felur í sér gagnkvæmt spjall, viðtal og almennt heilsumat. Í byrjun sálfræðimeðferðar er lögð áhersla á að greina og kortleggja þann vanda sem er til staðar svo að hægt sé að veita viðeigandi og skilvirka meðferð. Þá eru sett fram markmið með sálfræðimeðferðinni og unnið í sameiningu með meðferðaraðila að lausn vandans

Endurkoma

Eftirfylgnistímar eru líka um klukkustund og fela í sér frekari framvindu í átt að markmiðum einstaklingsins. Haldið er utan um árangur meðferðarinnar með reglulegulegum árangursmælingum

Sálfræðingar

Hjálmtýr Alfreðsson

Hjálmtýr er klínískur sálfræðingur með góða reynslu frá Reykjalundi þar sem hann vann sem hluti af verkjateymi við miklar mætur frá kollegum sínum og skjólstæðingum. Hjálmtýr hefur þar að auki mikla reynslu á að vinna með kvíða, þunglyndi, OCD, lágt sjálfsmat, sértæka fælni, sorg, áföll og íþróttafólki

Ummæli

"Ég hafði ekki getað sofið heila nótt árum saman vegna verkja í hálsi. Eftir meðferðina og holt og uppbyggjandi veganesti hef ég getað sofið eðlilega og komið mér af stað í hreyfingu. Takk fyrir mig."
- Sólrún Bjartmars
“Áður gat ég varla hreyft mig, átti erfitt með að fara fram úr rúminu, labba og bara alla daglega hreyfingu. Í dag er ég byrjuð að æfa Crossfit, get sinnt heimilinu, leikið við börnin mín og best af öllu, ég þarf ekki aðstoð við að fara fram úr rúminu. Ég mæli 150% með þessu flotta fólki sem vinnur hjá Þrek.”
- Rakel Ólafsdóttir
“I visited because I was suffering from bad migraines! Right after the first chiro session I felt a noticeable relief, after a couple of weeks my headaches had almost vanished completely. They also gave me some exercises which positively impacted my wellbeinng! Thank you very much Þrek!”
- Philip Schmidt