Kírópraktor

Hvað gerir hann fyrir þig?

Hnykkmeðferðir

Kírópraktor beitir spennulosandi hnykkmeðferð sem er verkjastillandi, eykur hreyfigetu og bætir líkamsstöðu og virkni. Alla liði líkamans er hægt að hnykkja eða liðlosa, hvort sem þeir tilheyra hryggjarsúlunni, höfði, efri eða neðri útlimum

Nudd og tækjameðferðir

Ásamt hnykkingum nota kírópraktorar okkar nuddmeðferðir, tækjameðferðir á við höggbylgjur og blandstraum ásamt því að beita virkri endurhæfingu til þess að skoða og lagfæra hreyfimynstur skjólstæðings

Afhverju að leita til kírópraktors?

Þeir sem leita til kírópraktors eru helst þeir sem eiga við bakverki, hálsverki, höfuðverki, gigtareinkenni, grindargliðnun, börn og unglingar með líkamlegar skerðingar, íþróttafólk í meiðslum ásamt heilbrigðu fólki sem kýs að halda sér hraustu. 

Á meðal einkenna eru gjarnan; bólgur, verkir, stífleiki, skert hreyfigeta og virkni. Þess má til gamans geta að flest stéttarfélög taka þátt í að niðurgreiða þjónustu hjá kírópraktora

Fyrsta skiptið hjá kírópraktor

Fyrsti tími hjá kírópraktor er um klukkustund og inniheldur ítarlegt viðtal, stoðkerfisskoðun, líkamsstöðumat, hreyfi- og myndgreiningu, markmiðasetningu ásamt fyrstu meðhöndlun og heimavinnugjöf

Endurkoma

Hver endurkomu-tími hjá kírópraktor er 15 mínútur og snýr að því að veita meðferð, mæla árangur og eltast við markmið hvers og eins.
Endurhæfingartímar í tækjasal eru 45 mínútur þar sem hreyfimynstur eru skoðuð eins og við á og lagfærð til þess að bæta líkamsbeitingu og auka getu einstaklingsins

Kírópraktorar

Óliver Óskarsson kirópraktor og sálfræðingur

Óliver Óskarsson

Óliver er menntaður kírópraktor og hefur unnið hérlendis sem slíkur frá 2019. Óliver lærði kírópraktík í AECC, Englandi og lauk einnig Bsc í sálfræði við Háskólann á Akureyri 2024.

Í námi sínu úti lagði Óliver upp með að tileinka sér mikla hæfni í hnykkingum með auka námskeiõum samhliða námi og leiðbeindi samnemendum sínum á útskriftarári sínu. Þá lærõi Óliver meðhöndlun ungabarna frá forsprökkum þeirra fræõa og sá um kírópraktorstöð barna hérlendis á árunum 2021-2023.

Hann hefur mikla reynslu úr íþróttum, heilsurækt og Crossfit og innleiðir mikið æfingar og hreyfingu inn i meðferð skjólstæðinga sinna. Óliver leggur áherslu á góða greiningu, heildrænar lausnir og brennur fyrir því að skjólstæðingar sínir nái árangri, hann notast við Gonstead tækni hnykkinga en notast þó viõ frekari meðferðarúrræði í nálgun sinni. Óliver hefur sérstakan áhuga á samspili líkamlegra og andlegra þátta í heilsufari, virkri fyrirbyggjandi meðferð og langvarandi verkjum.

Guðmundur Freyr Pálsson

Guðmundur Freyr Pálsson útskrifaðist sem kírópraktor eftir fimm ára nám viõ AECC, Englandi áriõ 2017. Samhliða náminu var hann formaður Gonsted klúbbsins við skólann og kenndi samnemendum sínum þá aðferðafræði og tækni hnykkinga.

Meðan á klíníska námi stóð þáði hann boð um starfsnám hjá Formúlu 1 liði Redbull, þar sem hann starfaði við hreyfigreiningu og veitti liðsmönnum klíníska meðhöndlun. Auk þess kláraði Guðmundur grunnnám í íþróttatengdri læknisfræõi í Bandaríkjunum árið 2011 og sótti ýmis námskeið í öðrum meðferðarúrræðum.

Þessi breiõi grunnur sem og langur íþróttaferill Guðmundar gerir honum kleift að greina skjólstæðinga sína út frá fjölþátta nálgun og sérþörfum einstaklingsins og leiðeina þeim í átt að bættri heilsu

Ummæli

"Ég hafði ekki getað sofið heila nótt árum saman vegna verkja í hálsi. Eftir meðferðina og holt og uppbyggjandi veganesti hef ég getað sofið eðlilega og komið mér af stað í hreyfingu. Takk fyrir mig."
- Sólrún Bjartmars
“Áður gat ég varla hreyft mig, átti erfitt með að fara fram úr rúminu, labba og bara alla daglega hreyfingu. Í dag er ég byrjuð að æfa Crossfit, get sinnt heimilinu, leikið við börnin mín og best af öllu, ég þarf ekki aðstoð við að fara fram úr rúminu. Ég mæli 150% með þessu flotta fólki sem vinnur hjá Þrek.”
- Rakel Ólafsdóttir
“I visited because I was suffering from bad migraines! Right after the first chiro session I felt a noticeable relief, after a couple of weeks my headaches had almost vanished completely. They also gave me some exercises which positively impacted my wellbeinng! Thank you very much Þrek!”
- Philip Schmidt