Sjúkraþjálfari
Hvað gerir hann fyrir þig?
Nudd og losunarmeðferðir
Sjúkraþjálfari notar vöðvanudd, teygjur, liðlosun, graston meðferð og tækjameðferðir á við höggbylgjur, blandstraum og kæli & þrýstings búnað til að minnka verki, auka hreyfigetu og bæta virkni
Greiningar og lagfæringar
Þar að auki fara sjúkraþjálfarar okkar gjarnan með skjólstæðinga sína í tækjasalinn til þess að hreyfigreina einstaklinga, sýna þeim æfingar og lagfæra hreyfimynstur til að bæta líkamsbeitingu og auka almenna getu einstaklingsins
Afhvreju leitar fólk til sjúkraþjálfara
Þeir sem leita til sjúkraþjálfara eru þeir sem eiga við líkamlega kvilla, meiðsli eða hafa lent í slysi. Á meðal einkenna eru gjarnan; bólgur, verkir, stífleiki, skert hreyfigeta og virkni. Meðferðarsvæði eru helst liðir, vöðvar, vöðvafestur, sinar og liðbönd útlima, hryggjarsúlu eða höfuðs. Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða þjónustu sjúkraþjálfara
Fyrsta skiptið hjá sjúkraþjálfara
Fyrsti tími hjá sjúkraþjálfara er um klukkustund og inniheldur ítarlegt viðtal, stoðkerfisskoðun, líkamsstöðumat, hreyfigreiningu, markmiðasetningu ásamt fyrstu meðhöndlun og heimavinnugjöf
Endurkoma
Hver endurkomu tími hjá sjúkraþjálfara er 30 mínútna langur og snýr að því að veita meðferð, mæla árangur og eltast við markmið hvers og eins
Sjúkraþjálfarar

Ellert ingi Hafsteinsson
Ellert Ingi er menntaður sjúkrapjálfari. Hann lauk grunnnámi í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands árið 2021 og í framhaldi af því lauk hann framhaldsnámi í sjúkraþjálfun árið 2023 við sama skóla.
Lokaverkefni Ellerts í framhaldsnáminu bar heitið „Hentugar hreyfingar til að finna áhættuþætti fyir meislum á fremra krossbandi í hné".
Samhliða námi starfaði Ellert Ingi sem sjúkraþjálfari fyir knattspyrnufélagið Hauka og eru hans helstu áhugasvið íþróttameiðsli, stoðkerfisverkir og almenn sjúkraþjálfun